Alhliða veisluþjónusta sem tekur að sér allar gerðir viðburða svo sem árshátíðir, brúðkaup, fyrirtækjapartý, afmæli, útskriftir, fermingar, matarboð og margt fleira.
Þín Þjónusta er okkar fag
Við hjá Flóru leggjum mikinn metnað í að gera daginn þinn sérstakan og eftirminnilegan, hvort sem það er með dýrindis matvælum, góðri þjónustu eða einfaldlega að hjálpa þér að skipuleggja þína veislu frá byrjun til enda þá erum við með fagfólk til staðar þér til þjónustu reiðubúin.
Engin veisla er of stór eða of lítil - við erum hér fyrir þig. Við vitum að tilefni til veisluhalda geta verið misjöfn og í gegnum árin höfum við lagt metnað okkar í að gera allar veislur og viðburði sem við komum nálægt sem eftirminnilegasta. Hvort sem um ræðir brúðkaup, árshátíð, afmæli, matarboð eða aðrar veislur þá hefur starfsfólk okkar reynslu fyrir hvaða viðburð sem er.
Viðburða-
stjórnun
Það getur stundum vafist fyrir fólki að plana viðburði, hvort sem það er skemmtinefnd í stóru fyrirtæki eða einstaklingur að skipuleggja viðburð fyrir ástvin, þá er oft erfitt að vita hvar best er að byrja. Flóru finnst fátt skemmtilegra en að skipuleggja gott partý og hefur töluvert mikla reynslu í þeim efnum. Hvað langar þig helst að gera og hvernig getum við aðstoðað þig?
Vantar þjóna í veisluna þína?
Stórafmælið hans afa og er mamma orðin stressuð?
Vantar þig aðstoð að plana óvænta barnasturtu fyrir bestu vinkonuna?
Er 1000 manna árshátíð fyrir starfsmennina?
Hvernig á að gera eftirminnilega veislu með fjárhagsáætlun?
Eru allt í einu allir orðnir vegan?
Ef þú veist ekki alveg hvar þú átt að byrja þá getur þú haft samband við [email protected] og við hjálpum þér af stað og klárum þetta með þér.
Flóra guðlaugsdóttir
Yfirþjónn og viðburðastjóri
Flóra Guðlaugsdóttir útskrifaðist sem framreiðslumaður frá Grillinu Hótel Sögu árið 2007. Hún hefur alla tíð lagt mikinn metnað í þjónustustörf sín þar sem hún veit að þarfir gesta geta verið jafn misjafnar eins og þær eru margar. Eftir að hafa starfað sem yfirþjónn og leiðbeinandi á veitingastöðum og hótelum víða á Íslandi býr hún yfir mikilvægri reynslu sem nýtist henni vel í þjónustustörfum.
Árið 2017 lauk Flóra BA námi í Listfræði við Háskóla Íslands ásamt diplóma í ferðamálafræði og viðburðarstjórnun. Hún veit það að þjónusta er ekki bara að hella í glös og bera fram mat heldur svo miklu meira. Tilefni til veisluhalda geta verið misjöfn og þarfir ólíkar. Flóra leggur metnað í að gera þína veislu sem eftirminnilegasta og bíður upp á ólíka þjónustu í þeim efnum.
Hvort sem það er að finna þjóna í veisluna þína eða hjálpa þér að skipuleggja þinn viðburð frá gestalista að frágangi þá er hún hér fyrir þig til þjónustu reiðubúin.